INNRI ÁTTAVITI MEÐVITAÐRA LEIÐTOGA
“Ég hef farið á ótal stjórnendanámskeið á mínum 20 ára ferli sem stjórnandi. Ekkert þeirra kemst nálægt þeirri upplifun og þeim lærdómi sem þetta námskeið hefur fært mér.”
HEILDSTÆÐ NÁLGUN
Námskeiðið um Innri áttavitann er ný og heildstæð upplifun, sem vekur stjórnendur til vitundar um mikilvægi sjálfsþekkingar sem og þeirra áhrifa sem persóna þeirra hefur á umhverfið.
Á námskeiðinu er kafað djúpt í aðferðafræði Innri áttavitans og þær áherslur sem stjórnendur víða um heim aðhyllast í auknum mæli þegar kemur að eigin leiðtogaþróun.
ÁÞREIFANLEGUR ÁRANGUR
Markmiðið er að allir þátttakendur fari af námskeiðinu með aukinn skilning á sjálfum sér og eigin tilgangi. Sá skilningur gerir þeim kleift að móta eigið leiðtogastarf þannig að mælanlegur árangur náist í starfi.
Þær afurðir og það efni sem unnið er með á námskeiðinu;
- Persónuleikapróf sem kortleggur eigið egó- mynstur
- Stefnuyfirlýsing leiðtogans (Inner Compass Manifesto)
- Tengslakort byggt á Innri Áttavitanum
- Aðferðafræði áttavitans við úrlausn ágreinings
- Aðferðafræði áttavitans við uppbyggingu framtíðar leiðtoga
- Þróun varanlegra og tilgangsríkra tengsla við samstarfsfólk
- Öflug tenging við hið innra sjálf
- Greinar tengdar Innri Áttavitanum
UMSAGNIR ÞÁTTTAKENDA - Smelltu hér
“Námskeiðið hitti bara akkúrat naglann á höfuðið – af mikilli snilld leiddi Thor okkur að áttavitanum sem innra með okkur öllum býr. Skilningur minn og vitund um hver ég er, fyrir hvað ég stend, hvað drífur mig áfram, hvernig ég er í samskiptum við annað fólk efldist til muna, og varpaði ljósi á þætti sem voru mér áður óljósir. Fyrir mig sem stjórnanda var þessi nálgun og dýptin sem í henni fólst afar dýrmæt og gott veganesti í leik og starfi. Svo var bara svo gaman líka, mæli hiklaust með innri áttavitanum fyrir stjórnendur sem vilja vaxa og verða sterkari.”
“Mikið er ég ánægður með námskeiðið í síðustu viku og takk kærlega fyrir að leyfa mér að vera með í þessu. Þetta er með því magnaðsta sem ég hef tekið þátt í. Mér fannst námskeiðið frábært í alla staði og mjög krefjandi. Held ég hafi varla lært eins mikið um sjálfan mig á jafn stuttum tíma.”
“Innri áttavitinn er einstök nálgun á starf mitt sem leiðtoga og ég nota hann reglulega til að skerpa mína sýn á það hvert ég er að fara og hvernig ég ber mig að á því ferðalagi.”
“Allir þeir sem vilja efla leiðtogann í sjálfum sér þurfa að ferðast innávið. Innri áttavitinn er besti slíkur leiðarvísir sem ég hef fundið á mínum 20 ára ferli sem stjórnandi.”
“Námskeiðið ætti að vera skylda fyrir æðstu stjórnendur, sérstaklega til að átta sig á auðmýkt og samkennd.”
“Innri áttavitinn er ekki bara leiðarvísir fyrir mig sjálfa, heldur framkvæmdastjórn okkar sem slíka og þá leiðtogamenningu sem við viljum innleiða í okkar fyrirtæki.”
“Þörfin fyrir leiðtoga sem kunna að fylgja sinni innri rödd hefur aldrei verið meiri en nú. Innri áttavitinn er frábær leið til að kenna fólki á þessa innri rödd.”
Við komum þér með ánægju í samband við þátttakendur á fyrri námskeiðum viljir þú fá nánari upplýsingar um upplifun þeirra. Skráðu þig á námskeiðið, eða fáðu nánari upplýsingar hér
ÞJÁLFARI
Thor Olafsson hefur á síðastliðnum 20 árum starfað sem stjórnendaþjálfari með þúsundum stjórnenda í yfir 30 löndum. Á því ferðalagi varð honum ljóst hversu mikilvægt það er að stjórnendur tengi sterkar við sitt innra sjálf. Ástæðan er einföld, það gerir þeim kleift að byggja leiðtogastarf sitt á traustari grunni og njóta um leið aukinna lífsgæða í lífi og starfi.
FYRIR HVERJA?
Námskeiðið er hannað fyrir stjórnendur sem vilja auka skilning sinn á eigin frammistöðu og áhrifum á aðra.
ÁHERSLA Á EINSTAKLINGINN
Fjöldi þátttakenda er takmarkaður þannig að hver og einn fái sem mest út úr námskeiðinu.
HVAÐ ER INNIFALIÐ?
Innifalið í verðinu er tveggja og hálfsdags námskeið, gisting í tvær nætur í einsmanns herbergi. Allar máltíðir og námsgögn, m.a. persónuleikapróf. Eftirfylgni þar sem hópurinn hittist í tvær klst. með þjálfara að loknu námskeiði til að festa lærdóminn enn frekar í sessi.
Fyrir nánari upplýsingar og verð vinsamlega hafið samband við Thor.
Fjöldi þátttakenda er takmarkaður og mun greiðsla staðfestingargjalds tryggja sæti.