ÖFLUG KYNNINGARTÆKNI FYRIR STJÓRNENDUR – NÁMSKEIÐ

Námskeiðið er hannað til að hjálpa stjórnendum að miðla útfrá þeim sjálfum þannig að það virkjar áheyrendur og veitir þeim innblástur. Það gerir stjórnendum kleift að miðla mikilvægum skilaboðum sem tengjast framtíðarsýn, stjórnun og frammistöðu fyrirtækja og stofnana á áhrifaríkari hátt en áður hefur sést.

ÁHERSLUR NÁMSKEIÐSINS ERU AÐ;

 • ræða algengustu mistökin í tjáskiptum stjórnenda
 • þjálfa þátttakendur í að breyta „þurru“ innihaldi í aðlaðandi tjáskipti
 • kynna fjórar nýjar aðferðir við að koma boðskap fyrirtækis á framfæri
 • skoða hvernig megi fá starfsmönnum hlutverk á öflugan hátt í skipulagi og breytingum
 • fá hreinskilna og ögrandi endurgjöf á framsögn þátttakenda, maður á mann
 • auka skilning þátttakenda á tengingunni á milli innblásturs og persónutöfra
 • þátttakendur læra að tala fölskvalaust beint frá hjartanu, með því að nota tilfinningar
 • þátttakendur nýti innblástur sem leið til tjáskipta
 • þátttakendur læri þrjár hagnýtar aðferðir til að veita öðrum innblástur
 • nota myndir og myndmál til að hvetja aðra til dáða
 • lýsa leiðum til að nota frásagnir og skrýtlur sem tæki til tjáskipta
 • kanna hvernig aðferðir skemmtikrafta og leikmuna geta skapað áhrif
 • æfa að höndla spurningar og svör, og óvinveittan áheyrendahóp á áhrifaríkan hátt

ÞJÁLFARARNIR;

 • Thor Ólafsson og Helga Jóhanna Oddsdóttir eru reyndir stjórnendaþjálfarar og hafa starfað saman að stjórnendaþjálfun sl. þrjú ár.
 • Þau hafa unnið í yfir 30 löndum og í 5 heimsálfum með þúsundum stjórnenda
 • Byggt er á bók Chris Atkinson framkvæmdastjóra Strategic Leadership UK: “Corporate Energy: How to Engage and Inspire Audiences”

FYRIR HVERJA ER NÁMSKEIÐIÐ?

Námskeiðið er hannað fyrir sérfræðinga, milli- og yfirstjórnendur sem þurfa reglulega að koma á framfæri upplýsingum og virkja áheyrendur og veita þeim innblástur. Þátttaka krefst ákveðins sjálfstrausts og er þess vegna ekki hentugt fyrir þá sem ekki eru vanir að tjá sig fyrir framan áhorfendur.

HVERSU MARGIR ÞÁTTTAKENDUR ERU Í HVERJUM HÓPI?

Fjöldi þátttakenda er frá 8 til 12 manns. Með tvo þjálfara fyrir hvern hóp, ásamt aðstoðarþjálfa/upptökumanni, fær hver og einn verulega athygli og stuðning.

HVAÐ ER INNIFALIÐ?

 • Bókin: “Corporate Energy – How to Engage and Inspire Audiences” er send til þátttakenda áður en námskeiðið byrjar
 • Eitt markþjálfunarsímtal áður en námskeiðið byrjar og eitt eftir að það er búið. Hægt er að nota þau til að undirbúa raunverulegar kynningar
 • Kvöldverðarfundur
 • Öflugt 2 daga námskeið byggt á „Acceleration Coaching“ aðferðum sniðnum að þörfum þátttakenda
 • Handbók námskeiðsins með 50 mikilvægum ráðum um tjáskipti stjórnenda
 • SD kort með minnst 6 myndböndum af þróun þátttakandans í gegnum námskeiðið
 • Sérhæft greinasafn um tjáskipti stjórnenda
 • Öflug endurgjöf á tjáskiptastíl stjórnanda frá þjálfurum með alþjóðlega reynslu
Hafðu samband og fáðu upplýsingar um möguleika á að fá námskeiðið í þitt fyrirtæki.

HAFÐU SAMBAND:

Hafa samband við Þór Olafsson

ÞÝSKALAND
26.-27 SEP 2024